Fáskrúðsfjarðarhöfn er stór fiskihöfn með þrjár meginbryggjur í rekstri, auk smábátahafnar. Þær eru Hafskipabryggjan, Bæjarbryggjan, Fiskeyrarbryggjan, Strandarbryggjan og tvær löndunarbryggjur. Að auki er lítil trébryggja við safnið Fransmenn á Íslandi. Þar geta skemmtibátar lagt að við 8 metra langt viðlegurými, auk þess sem nýta má þessa skemmtilegu trébryggju til dorgveiða og útiveru á góðviðrisdögum. Heildarlengd bryggjukanta eru rúmir 500 metrar. Dýpi við bryggjur er um 7 metrar en 8 metrar við Hafskipabryggjuna. Fiskeyrarbryggja er með lengstan viðlegukant eða 113 metra við 6,5 metra dýpi. Mesta dýpi er við Hafnskipabryggjuna eða 8 metrar á 71 metra löngum kafla.
Hafnarheiti | Fáskrúðsfjarðarhöfn, Port of Faskrudsfjordur |
Hafnargerð | Stór fiskihöfn |
Hafnarbakkar | Hafskipabryggja, Bæjarbryggja, Löndunarbryggja |
Smábátahöfn | Já |
Heimilisfang | Hafnargötu 39, 750 Fjarðabyggð |
Póstfang | Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð |
Netfang | hofnfas@fjardabyggd.is |
Sími/vaktsími | + 354 475 9040 |
Staðsetningarhnit | Latitude 64°55′25”N; longitude 14°01′15′′W |
Heildarlengd bryggjukanta | 500m |
Mesta dýpi | 8m við 71m kafla á Hafskipabryggjunni |
Innsigling | Djúpur og hindrunarlaus fjörður |
Hafnsöguþjónusta | Skylda skipum yfir 100m að lengd |
Staðsetningarhnit hafnsögu | 64°54´9'N 13°56´0'W |
Dráttarbátur |
Dráttarbátur með 27.8t togkraft og vatnsbyssu sem afkastar 300 m3 / klst. er fáanlegur frá Reyðarfirði. Verðskrá má finn hér. |
Staðartími | GMT |
Opnunartími | Sólarhringsþjónusta allt árið |
Lágmarksdýpi á fjöru | >25m (82ft) |
Munur flóðs og fjöru | 1.7m (5.5ft) |
Straumur | 1,7-2 hnútar út fjörðinn |
Undiralda | 0m (0ft) |
Hafís | Enginn allt árið |
Skilyrði um hæð | Engin |
Skilyrði vegna innsiglingar | Engin |
Gjaldskrá | Gjaldskrá er gefinn út frá 1. janúar fyrir hvert almanaksár |
Sjókort | #717 Fáskrúðsfjörður |
Útgefandi | Sjómælingar Íslands |
Veffang vegna sjókorta | https://atlas.lmi.is/mapview/?application=LHG |
Heiti | Bakki | Viðlegurými |
Dýpt | Gerð |
Hafskipabryggja | 60m | 7m | Stálþil | |
Hafskipabryggja | 71m | 8m | Stálþil | |
Bæjarbryggja | 31m | 7m | Harðviður | |
Fiskeyrarbryggja | 113m | 6,5m | Stálþil | |
Strandarbryggja | 88m | 6,5m | Steypt staurabryggja | |
Löndunarbryggja | Innri | 40m | 7m | Harðviður |
Löndunarbryggja | Ytri | 40m | 7m | Harðviður |
Smábátahöfn | 46m | 2m | Fura | |
Trébryggja | 52m | 2m | Timbur |