Gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir Fjarðabyggðarhafnir

Gildir frá 1.1.2025

 

Almenn ákvæði

1.gr

Gjaldskrá þessi fyrir Fjarðabyggðarhafnir er sett skv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 61/2003 með síðari breytingum.

 

Um gjaldtöku tengdri stærð skipa

2.gr

Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttótonnatölu (brt) skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.

 

3.gr

Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til Fjarðabyggðarhafna ef þau koma inn fyrir skilgreind mörk hafnanna samkvæmt hafnarreglugerð 835/2020 og njóta þjónustu þeirra.

 

Skipagjöld

4.gr

Lestargjöld:

Af öllum skipum skal greiða lestargjald, 20,80 kr. á brt. skv. 2. gr. við hverja komu.

Bryggjugjöld:

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:

Skip við bryggju 4,87 kr. á brt. fyrir hverja byrjaða 12 tíma, sem skip liggur bundið, en reiknist hámark 26 sinnum í mánuði.

Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald sem mánaðargjald:

Bátar upp að 10 m að lengd greiði 8.912 kr. á mánuði

Bátar 10-20 m að lengd greiði 17.822 kr. á mánuði

Bátar og fiskiskip lengri en 20 m að lengd greiði 133,02 kr. á brt., en þó aldrei lægra en 17.822 kr. á mánuði

Þjónustubátar upp að 20 m að lengd greiði 30.647 kr. á mánuði

Gestaskútur og skemmtibátar sem koma til hafnar greiði 3.500 kr. fyrir hvern byrjaðan sólarhring.

 

Vörugjöld

5.gr

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan skilgreindra marka hafnanna, þó með þeim undantekningum er síðar getur. Farmflytjandi skal skila farmskrá og öðrum nauðsynlegum gögnum til Fjarðabyggðarhafna vegna álagningar vörugjalda.

 

6.gr

a. Fyrir vörur sem fluttar eru í land en eru samkvæmt farmskrá skips ákveðnar til erlendrar hafnar innan 14 daga, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

b. Fyrir vörur sem fluttar eru í land en eru samkvæmt farmskrá skips ákveðnar til annarrar innlendrar hafnar innan 14 daga, skal aðeins greitt hálft vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

c. Fyrir vörur sem fluttar eru á skip en eru samkvæmt farmskrá skips ákveðnar til annarrar innlendrar hafnar skal greitt hálft vörugjald.

d. Fyrir vörur sem koma frá annarri innlendri höfn og látnar eru í land skal greiða hálft vörugjald.

e. Fyrir vörur sem settar eru á skip og eru samkvæmt farmskrá ákveðnar til erlendrar hafnar er greitt fullt vörugjald þó varan hafi viðkomu á annarri höfn.

f. Vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna bilunar eða skemmda á skipi eru undanþegnar innheimtu vörugjalda.

7.gr

Eftirfarandi vörur eru undanþegnar vörugjaldi:

    a.) Umbúðir s.s. tómir gámar, tóm fiskikör, tómir tankar o.fl. sem endursendar eru.

    b.) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

 

8.gr

Vörugjöld reiknast eftir heildarþyngd vöru með umbúðum eða heildarverðmæti afla, samanber skýringar með einstökum gjaldflokkum. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða ábyrgðarmaður skips skal láta Fjarðabyggðarhöfnum í té afrit af farmskrá. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið sannreyna uppgefið vörumagn og flokkun þess. Sé fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðuð skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

 

9.gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldsskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

 

Vörugjaldsskrá:

1.fl.: Gjald 409 kr. fyrir hvert tonn:

Laust efni og sekkjað sem losað er eða lestað svo sem kol, laust korn, salt, sandur, möl, kvarts, málmgrýti og önnur steinefni, vikur, kísilgúr, súrál, flúor, ál, bensín, brennsluolíur, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur (brotajárn, pappír og fleira) sem fluttur er til endurvinnslu.

2.fl.: Gjald 660 kr. fyrir hvert tonn:

Laust efni og sekkjað sem losað er eða lestað svo sem lýsi, fiskimjöl, fiskifóður og melta.

3.fl.: Gjald 782 kr. fyrir hvert tonn:

Þungavarningur, óunnir málmar, sjávarafurðir, landbúnaðar-afurðir, veiðarfæri, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda og smurningsolíur. Pakkaðar og niðursoðnar matvörur og drykkjarvörur.

4.fl.: Gjald 1.718 kr. fyrir hvert tonn:

Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í 1.- 3.fl., svo sem vélar, tæki og hvers konar varahlutir, vefnaðarvara og fatnaður, gúmmí, búslóðir, pappír, húsgögn, bifreiðar, heimilistæki, skrifstofuvélar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar og bátar.

5.fl.: Aflagjald 1,35% af heildar aflaverðmæti:

Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.

Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast 0,74% af heildaraflaverðmæti skv. Hafnalögum.

Seljanda aflans ber að afhenda Fjarðabyggðarhöfnum skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.

Seljandi ber ábyrgð á greiðslu aflagjalds.

 

Leiga innan hafnarsvæða

10.gr

Leiga svæðis skal vera eftirfarandi:

Geymsla á malarsvæði 125 kr. á m2 á mán.

Geymsla á malbikuðu svæði utan haftasvæðis 235 kr. á m2 á mán.

Geymsla á malbikuðu svæði innan haftasvæðis 280 kr. á m2 á mán.

Leiga fyrir skilgreind geymslusvæði skal vera eftirfarandi:

Geymslugjald fyrir 0-15 m2 eða minna (jafngildir 20 feta gámi), veitt til eins árs í senn 58.724 kr. á ári. Miðað er við almanaksár.

Geymslugjald fyrir 16-30 m2 (jafngildir 40 feta gámi), veitt til eins árs í senn 97.873 kr. á ári. Miðað er við almanaksár.

Geymslugjald fyrir nætur og troll á geymslusvæði er það sama og fyrir 16-30 m2 (Geymsla á veiðarfærum á hafnarköntum. Frítt fyrstu vikuna síðan 5.151 kr. á sólarhring.

Aðstaða v/ upptöku báta á hafnarkant. Frítt fyrstu vikuna síðan 10.303 kr. á viku.

Gjald vegna svæðis undir búnað sem varanlega hefur verið komið fyrir á hafnarsvæðum Fjarðabyggðarhafna er 3.915 kr. á m2 á ár. Miðað er við almanaksár.
Gjaldtaka fyrir varanlegan búnað sem þegar er fyrir komið við gildistöku þessarar gjaldskrár mun hefjast 1.1.2026.

Ef notað er rafmagn er greitt fyrir það sérstaklega skv. gjaldskrá þessari.

 

Móttaka úrgangs

11.gr

Skip sem óskar eftir að Fjarðabyggðarhafnir taki á móti úrgangi skal tilkynna um það að lágmarki 24 klst. fyrir komu til hafnar.

Við komu til hafnar skulu öll skip sem falla undir 11. grein laga um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 greiða úrgangs- og förgunargjald óháð því hvort þau skila úrgangi í land. Úrgangsgjald er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Förgunargjald er innheimt fyrir þann úrgang sem skilað er í land og skal standa undir förgun á þeim úrgangi.

Öll skip sem falla undir grein 11 c. í lögum nr. 33 frá 2004 skulu greiða eftirfarandi vegna úrgangs:

Úrgangsgjald

a. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 1,01 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er 7,381 kr. og hámarksgjald 66.510 kr.

b. Úrgangsgjald: Gjald skv. Lið a. Má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 0,51 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er 7,381 kr. og hámarksgjald 33.254 kr.

c. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.

d. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Fjarðabyggðar skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera 7,381 kr. á mánuði.

Förgunargjald

a. Förgunargjald: Farþegaskip 60 metra og lengri skulu greiða 1,99 kr. á brt. Gjaldið miðast við eftirfarandi sorpmagn:

Farþegaskip undir 30.000 brt.: 5 m3

Farþegaskip frá 30.000 brt. til 100.000 brt: 10 m3

Farþegaskip yfir 100.000 brt.: 15 m3

Önnur skip skulu greiða 2,64 kr. á brt. Gjaldið miðast við 5 m3 af sorpi.
Greiða skal förgunargjald samkvæmt d-lið fyrir sorp sem fer umfram ofangreinda viðmiðun.
Skip og bátar sem eru undir 60 metrar á lengd og hafa varanlega viðveru í höfnum Fjarðabyggðarhafna skulu háðir sérstöku samkomulagi sem m.a. taki á lögum og reglum um skil á sorpi.
Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er 52,040 kr.

b. Förgunargjald: Leiti skip til viðurkennds aðila um móttöku á úrgangi getur það fengið álagt förgunargjald skv. b-lið endurgreitt enda skili það áður kvittun móttökuaðilans ásamt réttum upplýsingum um losað magn. Skilyrði endurgreiðslu kostnaðar er að kvittun móttökuaðila hafi borist Fjarðabyggðarhöfnum innan tveggja sólarhringa frá brottför skips.

c. Samkvæmt 11. grein reglugerðar nr. 1200 frá 2014 getur Umhverfisstofnun veitt skipum í áætlunarsiglingum, sem hafa reglulega viðkomu í höfnum og sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í hverri höfn á siglingaleiðinni undanþágu frá afhendingu úrgangs. Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um afhendingu úrgangs eða skilum á tilkynningum, skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.

d. Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu greiða fyrir móttöku hafnar og förgun á almennu sorpi. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er 14,789 kr. á hvern rúmmetra og lágmarksgjald er einn rúmmetri. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðar umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi skip þann kostnað sem til fellur.

 

Hafnsögugjöld

12.gr

Öll skip lengri en 100 metrar, að undanskildum innlendum fiskiskipum, og öll skip sem flytja hættulegan varning, skulu taka hafnsögumann við komu, brottför og siglinu um hafnarsvæðið.

Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:

Fyrir leiðsögn til hafna eða lægi 10,04 kr. fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögn frá lægi og úr höfn greiðist sama gjald.

Ef skipstjóri skips hefur undanþágu frá hafnsöguþjónustu skv. ákvörðun hafnarstjórnar og hafnsögumaður fer ekki um borð, er veittur 25% afsláttur af hafnsögugjaldi.

 

Þjónusta dráttarbáts

13.gr

Tímagjald fyrir aðstoð dráttarbáts miðast við brúttóstærð skips. Fyrir skip minni en 20.000 brt. er tímagjaldið 13,72 kr. á brt. og fyrir stærri skip en 20.000 brt. er tímagjaldið 16,09 kr. á brt. Lágmarksgjald á klst. er 87.004 kr. og hámarksgjald á hvert skip á klst. er 475.200 kr.

Gjald fyrir fylgd til öryggis í eða úr höfn, er 87.004 kr. á klst. Lágmarkstími er 1 klst.

Gjald fyrir aukamann á dráttarbáti er 22,920 kr. á klst.

Biðtímagjald er 87.004 kr. á klst. Lágmarkstími er 1 klst. Ef aukamaður er um borð á biðtíma er einnig rukkað fyrir aukamann.

Gjald fyrir fluttan hafnsögumann er 87.004 kr. á klst. Lágmarkstími er 1 klst.

Aðrir flutningar: 87.004 kr. á klst. Lágmarkstími er 1 klst.

Þegar dráttarbátur flytur hafnsögumann og aðstoðar einnig skipið, fellur gjald fyrir flutning hafnsögumanns niður.

Gjald fyrir siglingu dráttarbáts er 87.004 kr. á klst.

Heimahöfn dráttarbáts er Reyðarfjarðarhöfn. Þegar aðstoðar dráttarbáts er óskað í öðrum höfnum er innheimt gjald fyrir siglingu frá og til heimahafnar.

Ef hafnsögumaður telur aðstoð nauðsynlega má hann láta kalla til aðstoðarbát. Gjald fyrir þjónustu aðstoðarbáta er samkvæmt gjaldskrá þeirra.

Önnur aðstoð dráttarbáts er samkvæmt samningi hverju sinni.

Gjald vegna aðstoðar við hjálparvana fiskiskip stærri en 100 brt. er samkvæmt samkomulagi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi varðandi þóknanir fyrir björgun fiskiskipa, sjá á eftirfarandi slóð https://sfs.is/greinar/kjaramal/.

Festargjöld

14.gr

Starfsmenn á vegum Fjarðabyggðarhafna sjá um bindingu skipa nema um annað hafi verið samið.

Festargjöld fyrir hverja afgreiðslu eru 31.954 kr. Lágmarksfjöldi festarmanna er tveir. Séu fleiri en tveir menn notaðir við afgreiðslu er gjald fyrir hvern aukamann 15.977 kr. Fyrir festargjöld utan dagvinnutíma er greitt tvöfalt gjald og einnig tvöfalt gjald fyrir aukamann við afgreiðslu utan dagvinnutíma.

 

Vatnssala

15gr.

Kalt vatn 237 kr./m3

Lágmarksgjald á hverja afgreiðslu miðast við 20 m3

Afgreiðsla utan dagvinnutíma 13.297 kr. á klst. Lágmarksútkall er 4 klst.

 

Vigtargjald

16.gr

Almenn vigtun 222 kr. á tonn

Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun/löndun 2.031 kr.

Skráningargjald á afla án vigtunar 8.433 kr. á hverja löndun

Vigtun utan dagvinnutíma 13.297 kr. á klst. Lágmarksútkall er 4 klst.

 

Rafmagnssala

17.gr

Selt rafmagn 24,00 kr./kWst.

Rafmagn skútur og skemmtibátar 847 kr. fyrir hvern byrjaðan sólarhring.

Mælaleiga 6.697 kr. á ári

Fari tenging fram utan dagvinnutíma greiðist tengigjald 13.297 kr. á klst.

Lágmarksútkall er 4 klst.

Fyrir tengingar beint inn á skinnur skal kaupandi bera kostnað af vinnu rafiðnaðar-manna við aftengingu og tengingu.

 

Önnur þjónusta

18.gr

Allan kostnað sem til fellur við hreinsun vegna mengunaróhappa skal mengunarvaldur greiða samkvæmt lögum nr.33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Þar getur meðal annars verið um að ræða kostnað vegna starfsmanna Fjarðabyggðarhafna, flutning á búnaði, kostnaður við búnað og tæki hafnarinnar ásamt nauðsynlegum efnum til hreinsunar.

Ef mengunarvarnabúnaður er leigður út greiðir leigutaki allan kostnað, þ.m.t. leigu búnaðar, flutning, kostnað og vinnu starfsmanna Fjarðabyggðarhafna við hreinsun og meðhöndlun búnaðar.

 

Móttaka skipa sem falla undir ISPS-kóða

19.gr

Farmskip

Hafnarverndargjald fyrir hverja komu 56.475 kr.

Farmvernd 20,00% álag á vörugjöld

Öryggisgæsla á öryggisvörð í dagvinnu 8.433 kr.

Öryggisgjald á öryggisvörð í yfirvinnu 13.297 kr.

 

Farþegaskip

Hafnarverndargjald fyrir hverja komu 56.475 kr.

Öryggisgæsla á öryggisvörð í dagvinnu 8.433 kr.

Öryggisgjald á öryggisvörð í yfirvinnu 13.297 kr.

Farþegagjald 230 kr. á farþega.

 

Byggingarréttargjald

20.gr

Fyrir rétt til byggingar mannvirkja á lóðum sem Fjarðabyggðarhafnir hefur undirbúið til framkvæmda með landfyllingum skal greiða byggingarréttargjald. Byggingarréttargjald skal greitt af hverjum fermetra byggingarlóðar. Gjaldið skal að fullu greitt áður en lóðaleigusamningur um byggingarlóð er gerður. Byggingarréttargjald skal bundið byggingarvísitölu og er 7.923 kr./fermetra miðað við byggingarvísitölu 193,0 í september 2024.

 

Vörugjöld

21.gr

Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður sem skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.

Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

 

Um greiðslu og ábyrgð á greiðslu

22.gr

Skipstjóri, eigandi og umráðamaður skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Fjarðabyggðarhafna vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.

Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema að hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Fjarðabyggðarhöfnum er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með síðari breytingum.

 

Um innheimtu gjalda

23.gr

Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að undangengnum dómi.

Skipagjöld eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. ákvæði 3. mgr. 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

Fjarðabyggðarhöfnum er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.

 

Gildistaka

24.gr

Gjaldskrá þessi fyrir Fjarðabyggðarhafnir var samþykkt af hafnarstjórn Fjarðabyggðar þann 4. nóvember 2024, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.

Gjaldskráin öðlast gildi þann 1. janúar 2025 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir Fjarðabyggðarhafnir frá 1. janúar 2024.

 

 

Fjarðabyggð 22. nóvember 2024

 

 

 

 

Jóna Árný Þórðardóttir

bæjarstjóri

 

 

 

 

Samþykkt í hafnarstjórn 4. nóvember 2024

Samþykkt í bæjarráði 11. nóvember 2024

Staðfest í bæjarstjórn 21. nóvember 2024