Æfing hjá Fjarðabyggðarhöfnum á morgun

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Fjarðabyggðarhafnir standa fyrir þessari sameiginlegu æfingu ásamt því að Heilbrigðiseftirlit Austurlands og slökkvilið Fjarðabyggðar taka þátt. Umhverfisstofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu æfingarinnar sem er hluti af árlegri æfingaáætlun Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar.

Reiknað er með því að æfingin hefjist um kl. 10:00 og standi fram eftir degi þann 16.október en æfingin fer bæði fram á landi og utan við hafnarkantinn Ellið á Reyðarfirði. Á æfingunni verður varðskipið Þór og dráttarbáturinn Vöttur að störfum og er æfingin einnig liður í því að þjálfa starfsmenn hafnarinnar í notkun mengunarvarnabúnaðar hafnarinnar og æfa sameiginlegt viðbragð allra viðbragðsaðila ef upp kemur stórt mengunaróhapp innan eða í nágrenni við Fjarðabyggðarhafnir.