Æfingin tókst vel til, hún fór fram bæði á landi og utan við hafnarkantinn Ellið á Reyðarfirði. Varðskipið Þór og dráttarbáturinn Vöttur tóku einnig þátt, og er æfingin liður í því að þjálfa starfsmenn hafnarinnar í notkun mengunarvarnabúnaðar hafnarinnar og æfa sameiginlegt viðbragð allra viðbragðsaðila ef upp kemur stórt mengunaróhapp innan eða í nágrenni við Fjarðabyggðarhafnir.
Hluti af æfingunni fólst í því að dráttarbáturinn Vöttur dró út flotgriðingu hafnarinnar og búnaðurinn kannaður. Æfingin bar þann árangur sem vonast var til og í framhaldinu verður farið í þær úrbætur á þeim atriðum sem fram komu á æfingunni sem þyrfti að laga.