Í byrjun apríl var á Eskifirði skipað á land óvenjulegum farmi, en það voru um 1.000 tonn af trjám sem starfsmenn Tandrabergs sáu um að fella í Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Fyrirtækið Tandraberg var í mars fengið til að fella um 1.600 tré til að hægt væri að hafa allar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar opnar en trén voru farin að hefta lendingarskilyrði á austur-vestur flugbrautinni. Þessa dagana er verið að flokka og flytja trén á hentugri geymslustað þaðan sem tekið verður úr stæðunum eftir því sem timbrið nýtt til vinnslu.
Timbrið fellt í Öskjuhlíðinni
Allt timbrið komið á bryggju á Eskifirði